Tröllatvenna í fjarveru LeBrons

LeBron James sáttur með liðsfélaga sinn Austin Reaves.
LeBron James sáttur með liðsfélaga sinn Austin Reaves. AFP/Stacy Revere

Los Angeles Lakers vann frábæran sigur á Milwaukee Bucks, 128:124, eftir tvíframlengdan leik í NBA-deild karla í körfuknattleik í Milwaukee í nótt. 

LeBron James var ekki með Lakers-liðinu í nótt vegna meiðsla en samherjar hans stigu rækilega upp í staðinn. 

Anthony Davis átti stórleik með tröllatvennu. Hann skoraði 34 stig, tók 23 fráköst og gaf tvær stoðsendingar. 

Þá var Austin Reaves með 29 stig, 14 fráköst og tíu stoðsendingar, eða þrefalda tvennu. D'Angelo Russell skoraði 29 stig, tók sjö fráköst og gaf 12 stoðsendingar. 

Giannis Antetokounmpo var einnig með tröllatvennu, 29 stig, 21 frákast og ellefu stoðsendingar fyrir Milwaukee. 

Önnur úrslit:

Miami Heat - Golden State Warriors 92:113
New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 112:119
Sacramento Kings - Dallas Mavericks 96:132

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert