Sigurganga Lakers-manna

LeBron James var atkvæðamikill í nótt.
LeBron James var atkvæðamikill í nótt. AFP/Justin Ford

Los Angeles Lakers vann sinn fimmta leik í röð í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik karla er liðið mætti Memphis í Memphis í nótt. 

Lakers vann leikinn með 12 stigum, 136:124, en LeBron James var með tvöfalda þrennu. Skoraði hann 23 stig, tók 14 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. 

Hjá Memphis skoraði Desmond Bane 26 stig, tók fjögur fráköst og gaf 16 stoðsendingar. 

Sjóðheitur Jalen Green

Jalen Green er einn heitast leikmaður deildarinnar um þessar mundir en hann skoraði 37 stig í tíunda sigurleik Houston Rockets í röð. 

Houston vann eitt af toppliðum vesturdeildarinnar, Oklahoma City Thunder, í Oklahoma, 132:126. 

Óvænt tap Denver

Meistarar Denver Nuggets töpuðu þá óvænt á heimavelli fyrir Phoenix Suns, 104:97, í Denver. 

Kevin Durant skoraði 30 stig, tók 13 fráköst og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Phoneix en Nikola Jokic skoraði 22 stig, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. 

Önnur úrslit:

Washington Wizards - Brooklyn Nets 119:122
Orlando Magic - Golden State Warriors 93:101
Charlotte Hornets - Cleveland Cavaliers 118:111
Toronto Raptors - New York Knicks 101:145
Philadelphia 76ers - Los Angeles Clippers 107:108
Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 120:106
Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 106:91
Chicago Bulls - Indiana Pacers 125:99
Utah Jazz - San Antonio Spurs 111:118

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert