Keflavík örugglega í undanúrslit

Daniela Wallen sækir að Fjölni í leik liðanna í vetur.
Daniela Wallen sækir að Fjölni í leik liðanna í vetur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Keflavík er komin í undanúrslit Íslandsmóts kvenna í körfubolta eftir auðveldan 88:72 sigur á Fjölni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflavík mætir Stjörnunni eða Haukum í undanúrslitum. 

Keflavík lagði línurnar strax í fyrsta leikhluta. 

Leikurinn í kvöld var algjört formsatriði fyrir Keflavík sem höfðu unnið hina tvo leikina mjög auðveldlega. Línurnar voru lagðar strax í upphafi þegar Keflavík sundurspilaði vörn Fjölnis og náði upp 13 stiga forskoti.

Keflavíkurkonur mættu svo af krafti í annan leikhluta og settu strax niður körfu og munurinn orðinn 15 stig. Sá mun áttu keflavíkurkonur efitr að auka jafnt og þétt út leikhlutan og varð hann mestur 22 stig í stöðunni 50:28. Fjölniskonur náðu að setja niður eitt vítaskot í lok leikhlutans og minnka muninn í 21 stig. 

Hálfleikstölur 50:29 fyrir Keflavík. 

Stigahæstar í liði Keflavíkur í fyrri hálfleik voru þær Sara Rún Hinriksdóttir og Daniela Wallen með 12 stig hvor. Í liði Fjölnis var Korinne Campbell með 22 af 29 stigum liðsins í fyrri hálfleik.

Fjölniskonur mættu örlítið beittari inn í þriðja leikhultann og minnkuðu muninn niður í 17 stig og tóks Keflavík ekki að skora körfu fyrstu 4 mínúturnar. Thelma Ágústsdóttir setti síðan niður fyrstu stig Keflavíkur í þriðja leikhluta og þá var ekki aftur snúið. Þær náðu mest 26 stiga forskoti í leikhlutanum í stöðunni 68:42. 

Fjölniskonur náðu að koma aðeins til baka fyrir lok leikhlutanst og var staðan eftir þriðja leikhluta 68:45 fyrir Keflavík. 

Fjórði leikhluti var síðan í takt við hina þrjá þar sem Keflavík innsiglaði 88:72 sigur sinn í leiknum og 3:0 sigur í einvíginu. 

Daniela Wallen skoraði 15 stig fyrir Keflavík en Korinne Campbell setti hvorki meira né minna en 42 stig fyrir Fjölni og var besti leikmaður vallarins. 

Keflavík mætir annað hvort Haukum eða Stjörnunni í undanúrslitum. Það verður að segjast að ekkert bendir til annars en að þetta firnasterka kvennalið Keflavíkur hampi Íslandsmeistaratitlinum í vor og þá öllum titlum vetrarins. 

Keflavík 88:72 Fjölnir opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert