Grindvíkingurinn nýtti mínúturnar vel

Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu.
Jón Axel Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/FIBA

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, lék afar vel fyrir Alicante þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Forca Lleida, 84:73, í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum umspils B-deildar um laust sæti í úrvalsdeild.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum og er verk að vinna fyrir Alicante í næsta leik sem fer fram þar í borg á sunnudag.

Grindvíkingurinn Jón Axel nýtti mínúturnar sem hann fékk úhlutað vel í kvöld þegar hann skoraði 13 stig, tók fjögur fráköst og gaf sex stoðsendingar á 15 leiknum mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka