KR og Valur halda sínu striki í Landsbankadeild kvenna

Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR gegn Keflavík í kvöld …
Olga Færseth skoraði þrennu fyrir KR gegn Keflavík í kvöld en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir sem hér sækir að henni skoraði fyrir Breiðablik gegn Fylki. mbl.is/Árni

KR-konur héldu sínu striki í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld þegar þær sigruðu Keflavík í Vesturbænum 5:0. Hinn reynslumikla Olga Færseth fór fyrir liðinu í kvöld og skoraði þrennu. Stjarnan sigraði ÍR 4:2 í fjörugum leik þar sem Kimberley Dixon skoraði tvívegis fyrir Garðbæinga. Breiðablik vann 4:0 sigur á Fylki í Árbænum og Valur sigraði Þór/KA fyrir norðan 5:0.

Úrslit kvöldsins:

KR 5:0 Keflavík

Olga Færseth 6., 29., 89., Fjóla Dröfn Friðriksdóttir 69., Hólmfríður Magnúsdóttir 54.

Þór/KA 0:5 Valur

Katrín Jónsdóttir 28., 40., Margrét Lára Viðarsdóttir 48., 64., Nína Ósk Kristinsdóttir 90.

Fylkir 0:4 Breiðablik

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir 63., Gréta Mjöll Samúelsdóttir 50., Laufey Björnsdóttir 52., Jóna Kristín Hauksdóttir 90.

Stjarnan 4:2 ÍR

Helga Sjöfn Jóhannesdóttir 18., Kimberley Dixon 24., 55., Björk Gunnarsdóttir 76. - Patricia Toledo 75., Margrét Sveinsdóttir 89.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka