Danir unnu Rússa naumlega

Ulrik Wilbek þjálfari Danmerkur gat fagnað sigri í dag.
Ulrik Wilbek þjálfari Danmerkur gat fagnað sigri í dag. Reuters

Evrópumeistararnir í handknattleik, Danmörk, vann nauman eins marks sigur á Rússlandi í dag í B-riðli handboltakeppninnar á Ólympíuleikunum, 25:24. Hornamaðurinn sterki, Lars Christiansen skoraði flest mörk Danmerkur í leiknum eða 6 talsins. Kasper Hvidt sem af mörgum er talinn einn besti markvörður í heimi hefur þó oft leikið betur en í þessum leik, því hann varði aðeins 12 skot, sem þykir lítið á þeim bænum. Staðan í hálfleik var jöfn, 10:10.

Hjá Rússum skoruðu Alexander Chernoivanov og Konstantin Igropulo báðir 6 mörk og Oleg Grams átti góðan leik í markinu og varði 25 skot.

Staðan í B-riðli er þá þannig að Ísland, Þýskaland og Suður-Kórea hafa öll 4 stig, Danir hafa 3 stig, Rússar 2 stig og Egyptar hafa 1 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert