Ísland tapaði með einu marki fyrir Suður-Kóreu

Alexander Petersson er í stóru hlutverki í íslenska liðinu á …
Alexander Petersson er í stóru hlutverki í íslenska liðinu á ÓL. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland tapaði í morgun naumlega fyrir Suður-Kóreu, 21:22 í handknattleik á Ólympíuleikunum í Peking. Var þetta þriðji leikur Íslands í keppninni, en fyrir hafði liðið unnið sigur á Rússum og Þjóðverjum. Jafnræði var milli liðanna í fyrri hálfleik og hafði Suður-Kórea þó yfir í hálfleik með einu marki, 10:9.

Í síðari hálfleik sigu Kóreumenn smám saman fram úr og leiddu mest með fimm mörkum. Ísland náði þó að snúa blaðinu við og var einu marki undir þegar innan við mínúta lifði eftir af leiknum. Í lokasókn Íslands lék liðið með sjö útileikmenn, þar sem Ásgeir Örn Hallgrímsson fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn þegar um fimm sekúndur voru eftir á leikklukkunni. Skaut hann hins vegar í slá og naumt eins marks tap staðreynd. Það verður þó ekki við Ásgeir að sakast í því.

Ísland og Suður-Kórea hafa nú bæði 4 stig að loknum þremur leikjum í riðlinum.

Mörk Íslands: Logi Geirsson 5, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Alexander Petersson 4, Arnór Atlason 2, Sigfús Sigurðsson 2, Ólafur Stefánsson 1, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Ingimundur Ingimundarson 1. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ísland ÓL 2008 21:22 Suður-Kórea opna loka
60. mín. Suður-Kórea skýtur framhjá
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert