Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum

Iker Romero stórskytta Spánverja.
Iker Romero stórskytta Spánverja. AP

Íslendingar mæta Spánverjum í undanúrslitum í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna á föstdag en Spánverjar voru rétt í þessu að vinna öruggan sigurá Suður-Kóreumönnum, 29:24,  í síðasta leik átta liða úrslitanna.

Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik en Spánverjar höfðu eins marks forskot, 14:13, í leikhléi Í síðari hálfleik lokaði hinn 38 ára gamli David Barrufet markvörður Spánverja marki sínu og Spánverjar breyttu stöðunni úr 17:17 í 24:17 og þar með var eftirleikurinn auðveldur.

Leikur Íslendinga og Spánverja fer á föstudaginn og hefst að íslenskum tíma klukkan 12.15. Sigurliðið úr þeirri rimmu leikur um gullverðlaunin en tapliðið um bronsverðlaunin.

Paek Wonchul leikmaður Suður-Kóreu.
Paek Wonchul leikmaður Suður-Kóreu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert