Norski landsliðsþjálfarinn spáir Íslendingum sigri

Norski landsliðsþjálfarinn er hrifinn af Björgvin Páli Gústavssyni.
Norski landsliðsþjálfarinn er hrifinn af Björgvin Páli Gústavssyni. AP

Gunnar Pettersen, landsliðsþjálfari Norðmanna, segist í samtali við norsku fréttastofuna NTB spá Íslendingum sigri í úrslitaleiknum við Frakka um ólympíugullið á sunnudag.

„Ég held að þetta verði jafn úrslitaleikur en gegn öllum líkum veðja ég á Íslendinga. Þeir hafa allt að vinna. Frakkar hafa hins vegar öllu að tapa en Íslendingar hafa þegar tryggt sér verðlaunapeninginn, sem þeir hafa þráð svo lengi. Gull verður bónus og það er stórkostlegt að sjá, að svona lítil þjóð kemst alla leið í ólympíuúrslitaleik," segir Gunnar.

Honum þykir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður, einkum hafa staðið sig vel. „Íslendingar hafa alltaf skorað mikið af mörkum, oft yfir 30 í leik. Nú hefur þeim farið fram í vörninni og fengið markvörð í heimsklassa. Þeir hefðu án efa tryggt sér verðlaun fyrr ef hann hefði verið til staðar. Íslendingarnir hafa til að bera mikinn sigurvilja og áræði. En breiddin í handboltanum er mikil, og það ótrúlegt, að þeir hafi ekki náð að tryggja sér sæti á næsta heimsmeistaramóti en eigi samt möguleika á að verða ólympíumeistarar."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka