Telja fullvíst að Frakkar vinni Íslendinga

Frakkar telja íslenska liðið ekki eiga mikla möguleika í úrslitaleiknum.
Frakkar telja íslenska liðið ekki eiga mikla möguleika í úrslitaleiknum. mbl.is/Brynjar Gauti

Lesendur netútgáfu franska íþróttadagblaðsins L'Equipe eru ansi vissir um að Frakkar sigri Íslendinga í úrslitaleik handknattleikskeppninnar á Ólympíuleikunum í Peking á í fyrramálið.

Í skoðanakönnun sem þar er í gangi hafa 93 prósent svarað því játandi hvort Frakkar verði Ólympíumeistarar. Aðeins 5 próent telja að þeir tapi úrslitaleiknum og 2 prósent eru ekki viss.

Þetta er verulega á skjön við skoðanakönnun Le Figaro fyrr í dag en þar spáðu aðeins 45 prósent franska liðinu sigri. Ætla má að lesendur L'Equipe séu öllu fróðari um handbolta og íþróttir almennt en þeir sem lesa dagblaðið Le Figaro og netútgáfu þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert