Voru afar stoltir

Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok.
Didier Dinart huggar Sigfús Sigurðsson í leikslok. AP

Norrænir fjölmiðlar fylgdust vel með úrslitaleik Íslands og Frakklands í morgun og það mátti greina á umfjöllun þeirra að þeir væru álíka vonsviknir og Íslendingar með úrslitin. Þeir eru hins vegar sammála um að Frakkar hafi átt sigurinn skilinn.

Sænska sjónvarpsstöðin TV4 segir hefur raunar eftir Marcus Dunér, fréttamanni sínum, sem fylgdist með leiknum í Smáralind, að áhorfendur þar haf fagnað í leikslok þrátt fyrir úrslitin. „Þeir voru afar stoltir," segir hann.  

Sumir sænskir fjölmiðlar bentu á, að ef Íslendingar hefðu sigrað Frakka hefðu þeir farið upp fyrir Svía í verðlaunum á leikunum í Peking en Svíar unnu engin gullverðlaun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert