Einar og Hólmfríður best á skíðum

Frá keppni í stórsvigi á Reykjavíkurleikunum í Skálafelli í dag.
Frá keppni í stórsvigi á Reykjavíkurleikunum í Skálafelli í dag. Sportmyndir.is

Sigurvegarar í skíðakeppni Reykjavíkurleikanna voru Einar Kristinn Kristgeirsson, Akureyri, og Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Reykjavík, en þau stóðu sig samanlagt best í bæði stórsvigi og svigi. Einar Kristinn sigraði í stórsvigi og var í öðru sæti í svigi og Hólmfríður Dóra sigraði sömuleiðis í stórsvigi en var í þriðja sæti í sviginu.

Skíðakeppni Reykjavíkurleikanna er alþjóðlegt FIS mót og á sama tíma hluti af bikarkeppni Skíðasambandsins. Mótið gekk mjög vel en aðstæður til skíðakeppni í Bláfjöllum í gær og Skálafelli í dag voru hagstæðar.

Keppni í stórsvigi fór fram í Skálafelli í dag og voru úrslit eftirfarandi:

Konur

  1. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðalið Reykjavíkur
  2. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik
  3. Ragnheiður Brynja Pétursdóttir, Skíðalið Reykjavíkur

Karlar

  1. Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélag Akureyrar
  2. Kristinn Logi Auðunsson, Skíðalið Reykjavíkur
  3. Jón Gunnar Guðmundsson, Skíðalið Reykjavíkur

Keppni í svigi fór fram í Bláfjöllum í gær og voru úrslit eftirfarandi:

Konur

  1. Erla Ásgeirsdóttir, Breiðablik
  2. Katla Björg Dagbjartsdóttir, Skíðafélag Akureyrar
  3. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, Skíðalið Reykjavíkur

Karlar

  1. Magnús Finnsson, Skíðafélag Akureyrar
  2. Einar Kristinn Kristgeirsson, Skíðafélag Akureyrar
  3. Kristinn Logi Auðunsson, Skíðalið Reykjavíkur
Verðlaunahafar í kvennaflokki í stórsvigi.
Verðlaunahafar í kvennaflokki í stórsvigi. Jón Viðar Þorvaldsson
Verðlaunahafar í stórsvigi í karlaflokki.
Verðlaunahafar í stórsvigi í karlaflokki. Jón Viðar Þorvaldsson
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í stórsviginu í Skálafelli í dag.
Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í stórsviginu í Skálafelli í dag. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert