Færeyingar fjölmennir í badminton

Bartal Poulsen frá Færeyjum sigraði í einliða- og tvenndarleik í …
Bartal Poulsen frá Færeyjum sigraði í einliða- og tvenndarleik í U19-flokknum í badminton. Sportmyndir.is

Badmintonkeppni unglinga á WOW Reykjavik International Games fór fram í TBR-húsunum um helgina. Alls voru um 180 keppendur skráðir til þátttöku, þar af rúmlega 70 frá Færeyjum. Færeysku unglingunum fylgdi hópur af þjálfurum, fararstjórum og foreldrum og var heildarfjöldi hópsins því vel yfir 100 manns. 

Badmintonfólk mótsins voru valin þau Harpa Hilmisdóttir, BH, og Bartal Poulsen, Færeyjum, en bæði urðu tvöfaldir meistarar í U19 flokki. Harpa sigraði í einliðaleik og tvíliðaleik með Andreu Nilsdóttur úr TBR. Bartal sigraði einliðaleikinn í U19 og einnig tvenndarleik en þar lék hann með Emeliu Petersen Norberg úr TBR.

Færeyski hópurinn stóð sig vel á mótinu og vann til fjölda verðlauna. Færeyska stúlkan Adhya Nandi sem keppti í U13- og U15-flokknum náði þeim frábæra árangri að sigra þrefalt eða í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik.

Öll úrslit í badmintonkeppninni má finna á tournamentsoftware.com.

Harpa Hilmisdóttir úr BH sigraði í einliða- og tvíliðaleik í …
Harpa Hilmisdóttir úr BH sigraði í einliða- og tvíliðaleik í U19-flokknum í badminton. Sportmyndir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert