Góður 10 stiga sigur á Möltu

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik vann góðan sigur á Möltu í fyrsta leik liðsins á Smáþjóðaleikunum í kvöld en lokatölur urðu tíu stiga sigur Íslands 83:73.

Íslenska liðið byrjaði ekki vel og var átta stigur undir eftir 1. leikhluta, 24:16. Liðið tapaði níu boltum á fyrstu 12 mínútunum en eftir það fór sóknarleikurinn að smella betur. Staðan var jöfn í hálfleik 35:35 eftir flautukörfu Möltu undir lok hans.

Malta var þó aldrei langt undan og hélt muninum iðulega í fimm til sex stigum. Ísland vann þó að lokum góðan tíu stiga sigur, 83:73 eftir góðar lokamínútur en aðeins munaði þremur stigum á liðununum þegar tæpar sjö mínútur voru eftir.

Helena Sverrisdóttir átti frábæran leik fyrir Ísland og setti niður 22 stig og var stigahæst á vellinum. Nánari tölfræði kemur hér á eftir.

Lúxemborg vann fyrr í dag Mónakó, 88:55. Ísland mætir Mónakó í á fimmtudag kl. 17.00 og líklega úrslitaleik gegn Lúxemborg á laugardag kl. 13.30.

----

Leik lokið.  Ísland vinnur 83:73. Glæsilegt!

40. 82:69. 56,7 sekúndur eftir. Fyrsti sigurinn er í höfn!

39. 80:67. Þristunum rignir hérna, Pálína setur niður sín þriðju þrjú stig og er komin með níu. Stórslys ef Ísland vinnur ekki þennan leik.

38. 77:67. Jájá, Sigrún Sjöfn setur niður aaafar mikilvægan þrist. Tíu stiga mnur, 2:32 eftir.

37. 74:67. Mikilvægt! Hildur setur niður tvö stig og kemur muninum aftur í sjö stig þegar þrjá mínútur og 22 sekúndur eru eftir.

37. 72:67. Lítið skorað í þessu núna.

35. 72:65. Glæsilegt, Margrét Rósa setur niður tvö í viðbót. Sjö stiga munur, fimm mínútur nákvæmlega eftir.

35. 70:65. Margrét Rósa með fjögur stig í röð og Ragna Margrét setur niður tvist. 

33. 64:61. Ísland tapar botanum, skotið hjá Helenu geigar. Virtist fara í hönd leikmanns frá Möltu en ekki segja dómararnir það. 

32. 64:60. Komin spenna í þetta aftur! Ragna Margrét geigar á skotinu í næstu sókn Íslands og Malta nær boltanum.

31. 62:56. Helena tekur sér smá pásu fyrir lokasprettinn, komin með 22 stig.

3. leikhluta lokið. Staðan er 62:54. Lítur vel út hjá stelpunum. Þær hafa þokkaleg tök á þessu. 

28. 56:50. Liðin skiptast á að skora núna. Malta ennþá inni í leiknum.

25. 51:48. Helena er algjör yfirburðaleikmaður í þessum leik, kominn með 20 stig. Malta svarar aðeins fyrir sig. 

25. 49:43. Pálínan setur niður þrist. Þetta lítur vel út! Malta tekur leikhlé. Flest stig Íslands: Helena 18, Sara Rún 7, Hildur Björg 6, Pálína 6, Gunnhildur 5.

24. 46:41. Þriggja stiga sókn, Helena setur niður tvist og fær víti.

23. 43:41, Malta svaraði með þristi.

22. 43:38. Frábær byrjun hjá íslenska liðinu. Gunnhildur setti niður þrist og Helena tvö stig í næstu sókn.

21. Síðari hálfleikur hafinn. Helena, Hildur, Palína, Bryndís og Gunnhildur byrja.

2. leikhluta lokið. Frábær 2. leikhluti hjá Íslandi. Um leið og þær hættu að tapa þessum boltum öllum í sóknarleiknum fór þetta að ganga. Spennandi síðari hálfleikur framundan.

20. Malta jafnar 35:35 með flautukörfu.

20. 35:33. Gunnhildur gerir vel í að setja þetta niður.

20. 33:33, Sigrún Sjöfn jafnar! Vel gert, kominn tími á þetta. Fyrsta skipti sem er jafnt síðan staðan var 0:0. Horfir allt saman í rétta átt núna.

18. 31:33. Malta tekur leikhlé og þjálfarinn Angela Adamoli, frá Ítalíu hleður í einn hárblásara! Hún er alveg brjáluð, íslenska liðið að nálgast. „Þið verjið að verjast“! Gengur betur hjá Íslandi núna!

18. Staðan er 27:33. Þetta er betra. Helena setur niður tvo stig og Petrúnella setti áðan eitt víti niður. 

17. Staðan er 25:33 Bryndís kemur inn fyrir Petrúnellu sem fékk væna byltu. 

16. Staðan er 24:33. Ísland er með rétt um 28% skotnýtingu úr opnum leik, þetta gengur ekki!

16. Staðan er 24:32. Aðeins betra hjá Íslandi núna. Stelpurnar verða hins vegar að fara að hætta að tapa öllum þessum boltum í sóknarleiknum.

14. Staðan er 18:27. Helena setur niður fyrstu stig Íslands í 2. leikhluta. 

12. Staðan er 16:27. Níu tapaðir boltar hjá Íslandi!

10. Staðan er 16:24. Fyrsta leikhluta lokið. 24 stig í fyrsta leikhluta er of mikið. Þurfa að brýna vopnin í sóknarleiknum. Stig Íslands: Sara Rún 7, Hildur Björg 6, Helena 3. 

8. Frábær innkoma hjá Söru, berst eins og ljón en það er ekki nóg. Malta er að fá of auðveld skotfæri.

7. Hildur Björg setur niður þrist.

6. Leikhlé. Stig Íslands: Helena 3, Sara Rún 5.

6. Frábær innkoma Söru, setur niður þrist. Nú er íslenska liðið að komast í gang í sókninni. 

5. Sara Rún Hinriksdóttir setur niður fyrstu tvo stigin hjá Íslandi úr víti, kom inn fyrir Bryndísi. Dettur allt niður hjá Möltu þessa stundina.

4. Ja hérna hér, byrjar ekki vel, 10:0 fyrir Möltu. Hafa hitt úr báðum þristunum sínum. Gengur lítið í íslensku sókninni. Koma svo!

3. Malta byrjar betur, ná niður einum þristi á fyrstu mínútunni og setja tvö stig í næstu sókn. Smá hikst í íslenska sóknarleiknum. 

1. Leikurinn er hafinn. Byrjunarlið Íslands: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Helena Sverrisdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir.

0. Styttist í leik. Verið er að leika þjóðsöngvanna.

Lið Íslands: Helena Sverrisdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir, Guðbjörg Sverrisdóttir, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Pálína María Gunnlaugsdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Auður Íris Ólafsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir, Petrúnella Skúladóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert