Selur í Soginu

Selur gengur svo til á hverju ári uppí Sogið til …
Selur gengur svo til á hverju ári uppí Sogið til að ná sér í lax. Morgunblaðið/Andrés Skúlason

Eins og oft gerist þegar fyrstu laxagöngurnar koma í Sogið þá fylgir þeim gjarnan selur og svo virðist vera núna eins og undanfarin ár að með fyrstu löxunum koma fyrstu selirnir.

Veiðimaður sem var á ferð í Þrastalundi sendi okkur línu og lét vita af selaferðum þar.  Það fréttist að selir hefðu sést á Bíldsfellinu en við höfum ekki fengið það staðfest hvort það sé búið að skjóta þá eða ekki.  Við viljum endilega koma því á framfæri að á vegum SVFR eru skyttur sem hafa séð um að skjóta sel þegar hann sést á svæðinu og veiðimenn því hvattir til að hafa samband við skrifstofu og láta vita af selaferðum. 

Við höfum ekki haft neinar fregnir af veiði í opnun Sogsins en það er ekki víst að hún hafi verið mikil ef það var selur á svæðinu.  Það er þó vonandi búið að skjóta selinn svo laxinn komist hindrunarlaust í ána.

Hvaða skoðun sem menn hafa svo sem á sel þá er það ótrúlega merkilegt hvað selurinn er þrautseigur að ganga langt inní land eftir uppáhaldsbráðinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert