Skotveiðin: Hvað býður Sportvík upp á?

Negrini byssutaska.
Negrini byssutaska. Sportvík

Fyrr í mánuðinum sagði veiðivefurinn frá nokkrum veiðibúðum sem bjóða upp á vörur fyrir skotveiðina. Nú er komið að lítt þekktri verslun sem kom ekki inná skotveiðimarkaðinn fyrr en árið 2012. Snjólaug María Jónsdóttir segir hér lesendum frá versluninni og hvað hún hefur að bjóða áhugafólki um skotveiði og skotfimi.

„Sportvík er lítið fjölskyldu fyrirtæki sem að hóf starfsemi sína á Dalvík árið 1981. En það var ekki fyrr en árið 2012 sem fyrirtækið kom inn á skotveiðimarkaðinn og flutti þá aðstöðu sína á Blönduós.
Eins og staðan er í dag er fyrirtækið með vefverslun www.sportvik.com ,en einnig er hægt að koma til okkar á Blönduós og fá að kíkja á þær vörur sem boðið er uppá, þá heldur Sportvík úti öflugri facebook síðu.
Margar vörur eru til á lager en einnig sinnum við ýmsum sérpöntunum fyrir viðskiptavini okkar. Þrátt fyrir stuttan tíma á markaðinum þá höfum við náð í góð og þekkt merki sem okkur langar aðeins að segja frá.“

Briley þrengingar og aukahlutir

„Briley fyrirtækið er án efa þekktasti framleiðandi á þrengingum í haglabyssur í heiminum í dag. Úrvalið er gríðarlegt, allt frá hefðbundnum „flush“ þrengingum upp í „portaðar“ og „titanium“ þrengingar og hinar nýstárlegu „Helix“ þrengingar. Hönnun þeirra gerir það að verkum að ákoma hagla verður jafnari en með hefðbundnum þrengingum. Lesa má meira um Helix þrengingar hér.“

Hiviz byssusigti

„HiViz býður uppá mikið úrval af sigtum á allar gerðir skotvopna. Bæði sigti sem koma í stað upprunalegu sigtanna og einnig sigti sem smellt er á hlauplistann og haldast föst með segli. Ef ykkur vantar sigti þá er næsta víst að við eigum það sem hentar eða getum útvegað það.“

 Topgun burðarólar, skotgleraugu o.fl.

„Frá TopGun erum við til dæmis með byssupoka með axlarólum, burðarólar sem taka 8-12 gæsir,skotvesti og skotgleraugu í ódýrari flokknum. Gleraugum frá Top Gun eru létt og þægileg og henta fyrir flesta. Mismunandi gerðir og gott litaval á glerjum sem henta vel við flestar aðstæður. Hægt er að fá gleraugu með spöng fyrir þá sem að nota sjóngleraugu. Þá er sjóngler sett í spöng sem er síðan smellt inn í gleraugun.“

Hreinsisett frá Megaline

„Við erum með gott úrval af hreinsisettum, hreinsistöngum og einnig erum við með bursta og þess háttar hluti sem við seljum í stykkjatali. Það er óþarfi að kaupa heilt sett ef aðeins vantar einn bursta. Þá erum við einnig með „snapcaps“ í öll helstu riffilkaliber s.s. 223,243,270,308 og í haglabyssur ga.12 til 410.“

Negrini byssutöskur

„Byssutöskurnar frá Negrini á Ítalíu eru líklega þær mest seldu í heimi en Negrini sér flestum stærstu skotvopnaframleiðendum fyrir töskum þ.á.m. Beretta,Benelli, Browning, Perazzi og ótal mörgum fleiri. Ef þú átt byssu þá framleiðir Negrini tösku sem hún passar í.“

Topgun skotgleraugu
Topgun skotgleraugu Sportvík
Megaline hreinsisett
Megaline hreinsisett Sportvík
Topgun byssutaska með axlaról.
Topgun byssutaska með axlaról. Sportvík
HiViz byssusigti.
HiViz byssusigti. Sportvík
Topgun burðaról fyrir gæsir, endur og fleiri fugla.
Topgun burðaról fyrir gæsir, endur og fleiri fugla. Sportvík
Briley Helix þrenging.
Briley Helix þrenging. Sportvík
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert