Ráðherra að bæta ímynd laxveiði

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson.
Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson. Árni Sæberg

Forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir þegið boð um að opna Norðurá á fimmtudagsmorgun. Sölustjóri Norðurár segir það til fyrirmyndar og til þess gert að breyta til batnaðar ímyndarvanda sem laxveiði á Íslandi hefur glímt við eftir hrun í hagkerfi þjóðarinnar.

Greint er frá þessu á veiðivefnum Vötn og veiði. Þar er rætt við Einar Sigfússon, sölustjóra Norðurár, um þá staðreynd að formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, verði á meðal þeirra sem opna Norðurá á fimmtudagsmorgun.

Hann segir að laxveiðin hafi verið komin með ímynd bruðls og óhófs en því ættu Sigmundur Davíð og Bjarni að geta breytt með nærveru sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert