Stórlax á land úr Hrútafjarðará í morgun

Nils heldur á 103 cm laxinum sem hann veiddi í …
Nils heldur á 103 cm laxinum sem hann veiddi í Hrútafjarðará í morgun. Nils Folmer

Danski stórveiðimaðurinn Nils Folmer Jørgensen náði að landa stórlaxi úr Hrútafjarðará nú í morgun. Hann hefur verið að veiða að undanförnu á nokkrum stöðum við afar erfið skilyrði en nú í morgun uppskar hann loks laun erfiðisins þegar 103 cm grálúsugur hængur gein við flugunni hjá honum. Fram kemur hjá Nils að laxinn hafi tekið fluguna Tin Tin-tvíkrækju númer 10.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert