Stórlax á land úr Selá

Hjörleifur með laxinn sem hann veiddi við Selárfoss.
Hjörleifur með laxinn sem hann veiddi við Selárfoss. Andri Teitsson

Nýlega veiddist glæsilegur 101 cm hængur í Selá í Vopnafirði en þar eins og víða annars staðar á landinu hefur hlutfall stórlaxa verið gott í sumar. Það var Hjörleifur Jakobsson sem veiddi laxinn þann 22. ágúst á rauða Frances túpu í Fosshyl, neðan við Selárfoss. Kalt var í veðri og vatnshiti aðeins um fjórar gráður og ekki mikið líf á smáflugur þennan morgun að sögn heimildarmanna.  Nokkuð margir laxar yfir 100 cm hefur verið landað úr ánni í sumar, en þar hefur verið fremur rólegt að undanförnu og að veiðast á bilinu 5 til 10 laxar á dag.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert