Rólegt í Sogi og Stóru-Laxá

Mynd frá fjórða svæðinu í Blöndu.
Mynd frá fjórða svæðinu í Blöndu. lax-a.net

Samkvæmt Stangveiðifélaginu Lax-á, sem heldur utan um sölu á veiðileyfum í Stóru-Laxá og tvö veiðisvæði í Soginu, er veiði þar ekki komin í gang.

Fram kemur að Stóra-Laxá sé enn gríðarlega vatnsmikil og illveiðanleg, en vatnsmagn fer þó minnkandi. Frést hefur af einum skráðum laxi fyrir landi Syðri-Brúar í Sogi, en Ásgarðssvæðið hefur enn ekki gefið lax.

Góðu fréttirnar eru hins vegar frá Blöndu og öll efri svæðin hafa nú gefið fisk þar. Heyrðist af einum degi á svæði 2 fyrir nokkrum dögum sem gaf sjö laxa. Þá lönduðu veiðimenn á svæði 4 í Blöndu fjórum löxum fyrir stuttu, þar af var einn lúsugur smálax. Mikil veiði hefur verið á neðsta svæðinu undanfarið og hafa verið að veiðast allt að 30 laxar á dag. Meirihlutinn af því sem veiðist er stórlax.

Af Langadalsá og Hvannadalsá er lítið að frétta og hefur ekkert heyrst af aflabrögðum hingað til en þar er víst mikið vatn og árnar búnar að vera í flóði frá því veiði hófst.

Svipuð saga er með Eystri-Rangá, þar sem þó hefur eitthvað kroppast upp. Áin er mjög vatnsmikil en þó ekki lituð samkvæmt síðustu fréttum. Það sem veiðst hefur fram að þessu er mestallt vel haldinn stórlax.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert