Góð veiði á neðsta svæðinu í Fnjóská

Frá neðsta svæðinu í Fnjóská, veiðimenn veiða Bjarghorn og Malareyri.
Frá neðsta svæðinu í Fnjóská, veiðimenn veiða Bjarghorn og Malareyri. fnjoska.is

Veiðimenn sem veiddi á svæði eitt í Fnjóská á gærmorgun settu í 21 lax á tvær stangir og var 15 af þeim landað.

Urðu þeir varir við mikið af smálaxi sem var að ganga. Einungis má hirða tvo laxa á vakt í Fnjóská og því var 11 löxum sleppt aftur í ána, en þrír þeirra fengu merki í sig svo hægt sé að fylgjast nánar með ferðum þeirra um ána.

Þá bárust fréttir af því að á þessari sömu vakt hefði svæði tvö gefið tvo laxa og virðist sem talsverður lax sé genginn í uppána fyrir ofan Laufásfossa. Vitað er að Sandurinn og Símastrengur hafa gefið lax síðustu daga. Rúmlega 130 laxar eru komnir á land úr ánni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert