Hnúðlaxar hafa veiðst víða um land í sumar

Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará í Þorskafirði þann 31. ágúst.
Hnúðlax sem veiddist í Þorskafjarðará í Þorskafirði þann 31. ágúst. Jóhann G, Bergþórsson

Fram kemur á vef Veiðimálastofnunar að talsvert hafi borið á að hnúðlaxi í afla veiðimanna nú í sumar.

Fram kemur að tilkynningar hafi borist um slíkan afla úr Þjórsá, Ytri Rangá, Hamarsá í Hamarsfirði, Skjálfandafljóti, Þorskafjarðará á Vesturfjörðum og úr Soginu.  Veiðimálastofnun hvetur veiðimenn sem telja sig hafa veitt slíka fiska eða aðra furðufiska að hafa samband við stofnunina og tilkynna um slíkt. Góð ljósmynd og upplýsingar um lengd og þyngd fisksins er alla jafna nægjanlegt og er hægt að senda slíkt á veidimal@veidimal.is.

Sagt er frá því að kynþroska hnúðlaxahængar séu auðþekktir á hnúðnum á bakinu, sem líkist nokkurs konar kryppu. Hrygnurnar geta hins vegar verið erfiðari að þekkja, en á þær vantar hnúðinn og geta þær líkst Atlantshafslaxi við fyrstu sýn. Sé betur að gáð er hreistur hnúðlaxa þó áberandi smátt, í gómi munnsins má finna svarta rönd og hringlaga dökka bletti er að finna á sporðblöðku.

Mun hnúðlaxinn einnig vera nefndur bleiklax og tilheyrir ættkvísl kyrrahafslaxa. Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru í norðanverðu Kyrrahafi, með hrygningarstofna austan þess í Bandaríkjunum og Kanada og vestan þess í Rússlandi, Japan og Kóreu. Smærri hrygningarstofnar finnast einnig norðan Beringssunds, allt austan frá Mackenziefljóti í Kanada og vestur að ánni Lenu í Síberíu. Hnúðlax er mest veidda laxategundin í Norður Kyrrahafi, en hann er eingöngu veiddur í sjó og illa hæfur til manneldis þegar kynþroska er náð og því lítt eftirsóttur af veiðimönnum í ferskvatni.

Fram kemur að hnúðlaxinn sé fremur smávaxinn, við kynþroska er þyngdin oft á bilinu 0,5 til 2,5 kíló og lengdin 40 til 60 cm. Stærstu hængar geta þó orðið allt að 6 kíló. Tegundin hefur stysta lífsferil kyrrahafslaxa og er hann ávallt tvö ár frá hrogni til kynþroska lax. Hrygningarslóðin er gjarna neðarlega í ánum. Hrygning fer fram að hausti og klekjast hrognin vorið eftir. Seiði fara strax í átt til sjávar eftir klakið og dvelja þau fyrsta mánuðinn í árósnum. Sjávardvölin tekur þá við og árinu seinna, að sumri eða hausti, birtast kynþroska laxar á hrygningarslóð. Eins og aðrar laxategundir eru hnúðlaxar ratvísir og leita jafnan í sína heimaá. Hnúðlaxar drepast allir að lokinni hrygningu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert