Mokveiði í Grenlæk

Frá Flóðinu í gær.
Frá Flóðinu í gær. Jón Oddur Guðmundsson

Samkvæmt upplýsingum frá Arnari Óskarssyni hjá Stangveiðifélagi Keflavíkur þá virðist vera mikill sjóbirtingur í Flóðinu svokallaða, sem tilheyrir svæði 4 í Grenlæk í Landbroti í Vestur Skaftafellssýslu.

Kvaðst Arnar hafa frétt af feðgum sem hafi átt veiðidaga þar dagana 4. til 6. október.  Ekki hafi allir átt heimangengt og voru þeir því bara tveir við veiðarnar, en leyft er að veiða á fjórar stangir.  Mun hafa verið mjög hvasst þegar þeir mættu á sunnudaginn og mikið vatn í Flóðinu  sem einning var örlítið skolað.  Byrjuðu þeir á því að leita að fiski með spón og fengu þeir fljótlega fisk og skiptu þá yfir í flugu og náðu 6 fiskum fyrstu vaktinni.

Lægði morguninn eftir og þá gerðist ævintýrið og kom þá í ljós að það var bullandi fiskur út um allt Flóðið. Til að gera langa sögu stutta þá fóru þá settu feðgarnir í 31 sjóbirting á fluguna. Flugurnar Bleikt og blátt, Black Ghost og þurrflugan Royal Wulf voru þær sem gáfu mest. Fram kom að allur birtingurinn hafi verið nýgenginn og frá flestir hafi verið á á bilinu  4 til 6 pund.

Fram kemur að þeir hafi ákveðið að hætta á þegar þeir voru búnir að fylla kvótann á hádegi í gær en áttu þá einn dag eftir. Ljóst væri því að mikill fiskur væri á svæðinu.

Ekki hafa ekki borist fréttir af því hvernig áhrif hið mikla Skaftárhlaup í byrjun mánaðarins hefur haft á sjóbirtingsveiðina þar eystra og hvort það hafi mögulega ýtt við sjóbirtingnum þannig að hann leitaði úr jökulgrugginu og upp í ferskvatnsárnar. 

Hluti af aflanum úr Flóðinu.
Hluti af aflanum úr Flóðinu. Jón Oddur Guðmundsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert