Veiði lokið í Andakílsá

Frá Andakílsá.
Frá Andakílsá. svfa.is

Fram kemur á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur að frábæru sumri sé nú lokið í Andakílsá í Borgarfirði.

Þegar búið var að gera upp veiðibókin kom í ljós að 397 löxum var landað þar í sumar, en sumarið 2014 voru 374 laxar skráðir.  Veitt er á tvær stangir í Andakílsá og því er meðalveiði á hverja dagsstöng góð.

Þetta er líklega þriðja besta veiði í ánni, en meðalveiði í gegnum tíðina hefur verið tæpir 200 laxar. Sumrin 2008 og 2009 voru í algjörum sérflokki þegar veiddust 839 og 709 laxar.

Andakílsá á upptök sín í Skoradalsvatni og er laxgeng að Andakílsárfossum sem er tæpa átta kílómetra frá sjó.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert