Ráðist í vegbætur við Straumfjarðará

Við fossinn Rjúkanda efst í Straumfjarðará.
Við fossinn Rjúkanda efst í Straumfjarðará. straumfjardara.is

Samkvæmt upplýsingum frá leigutökum að Straumfjarðará á Mýrum þá verður ráðist í vegbætur við ána fyrir næsta sumar. Þá verður neðsta svæðið í ánni mun aðgengilegra.

Er þetta svæði jafnan besta veiðisvæðið í ánni, einkum fyrri hluta veiðitímans, en þar er meðal annars að finna Sjávarfoss sem er fyrsta fyrirstaðan fyrir laxinn á leið sinni upp ána. Er hann að jafnaði besti veiðistaður árinnar auk þess sem þar er góð veiðivon á sjóbirtingi og bleikju. Í sumar sem leið brá hins vegar svo við að næsti veiðistaður þar fyrir neðan, Snasi, gaf flesta laxa.

Þessar vegbætur verið veiðimönnum til mikilla þæginda og þar með dregur úr akstri yfir ótrygg vöð og pytti sem geta reynst viðsjárverð í vatnavöxtum. Þá verður þægilegra að komast á óssvæðið við svokallaðan Nethamar og Sökkur, þar sem oft er afbragðs sjóbleikjuveiði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert