Umsögn ICES – möguleg áhrif sjókvíaeldis

Eldislax illa farinn af lús.
Eldislax illa farinn af lús. angling.is

Á vef Landssambands Stangveiðifélaga er að finna þýðingu á umsögn Alþjóðahafrannsóknarráðsins, ICES,  um möguleg áhrif sjókvíaeldis laxfiska á villta laxastofna.

Þar er því lýst að umsvif í laxeldi í sjó hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og orðin mun meiri en sem nemur veiddum villtum laxi í Norður-Atlantshafi. Þessi mikla framleiðsluaukning  hefur leitt til aukinnar blöndunar milli eldislaxa og villtra laxastofna, sérstaklega  á svæðum þar sem mikið er um eldi á laxi og gefur það tilefni til að hafa áhyggjur af mögulegum afleiðingum.

Fram kemur að aðaláhyggjuefni sem varðar laxeldi í sjó lýtur að áhrifum laxfiskalúsar sem er sníkjudýr sem leggst á laxfiska, en hún getur náð að fjölga sér í miklum mæli inn í eldiskvíum laxa og haft mikil áhrif á heilbrigði og líkamlegt ástand laxfiska. Ýmsar aðferðir eru notaðar til að reyna að minnka magn lúsa í eldiskvíum en fyrirtækjunum hefur enn gengið erfiðlega að leysa það vandamál.  Um leið eykur þetta mikið hættuna á því að villtir laxfiskar sem leið eiga um svæðið fá á sig lús í óhóflegu magni sem eykur dánartíðni þeirra.

Þá er lýst áhyggjum af áhrifum eldislaxa, sem sloppið hafa úr eldiskvíum, á villta laxastofna. Eldislax er erfðafræðilega verulega frábrugðin villtum laxi, en mjög mikill fjöldi eldislaxa sleppur úr eldisstöðvum á hverju ári. Nokkuð óljóst sé hvað verður um meirihluti þess eldislax sem sleppur, en hins vegar sé ljóst að þá gengur hluti af þessum eldislaxi upp í ár til hrygningar og hefur fundist á öllum svæðum þar sem fiskeldi er nálægt. Fjöldi eldislaxa hefur sum ár  mælst í nokkrum tilvikum 50% af hrygningarstofni í vatnakerfi.

Rannsóknir hafa sýnt að árangur hrygningar laxa sem sloppið hafa úr eldiskvíum sé mun minni samanborið við villta laxinn. Þrátt fyrir það hafa rannsóknir þó sýnt að margir laxastofnar sem eru í nálægð við kvíaeldissvæði bera með sér erfðafræðileg ummerki sem rekja má til eldislaxa. Því megi til lengri tíma litið má gera ráð fyrir að erfðablöndun eldislax við villta laxastofna leiði til að erfðafræðilegir eiginleikar villtra laxa víki og það leiði til minni aðlögunarhæfni villtra laxastofna.

Nánar má kynna sér þessa umsögn hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert