Lax sést í Stóru-Laxá

Frá Stóru-Laxá í Hreppum.
Frá Stóru-Laxá í Hreppum. sunnlenska

Fram kemur hjá Árna Baldurssyni, hjá Stangveiðifélaginu Lax-á, að sést hafi til laxa sem séu gengnir langt inn á efsta svæðið í Stóru-Laxá.

Fram kom að á Hólmbreiðu, sem er tiltölulega ofarlega á efsta svæði árinnar, hafi sést í gær til 15 stórlaxa sem lágu skammt fyrir neðan göngubrúna.  Stóra-Laxá opnar ekki fyrr en 27. júní og er hún fyrst og fremst þekkt fyrir stóra laxa og miklar aflahnotur seint á veiðitímanum neðarlega, skammt frá ármótum Hvítár.

Stóra-Laxá er laxgeng en hún er langt inni í svokölluð Laxárgljúfri sem er innarlega í Skeiða- og Hrunamannaafrétti og þar er að finna fjölbreytt og mikilfenglegt landslag og djúp gljúfur sem áin hefur myndað í tugi þúsunda ára.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert