Stórlax strax á land úr Fljótaá

Roger Crane með stórlaxinn úr Fljótá í morgun.
Roger Crane með stórlaxinn úr Fljótá í morgun. Orri Vigfússon

Fljótaá norður í Fljótum var opnuð í morgun og má segja að þar hafi veiði byrjað vel og strax kom stórfiskur á land.

Það voru erlendir veiðimenn sem opnuðu ána í morgun og á fyrstu vakt komu strax tveir laxar á land og var annar þeirra 100 cm langur hængur. Það var Bandaríkjamaðurinn Roger Crane sem veiddi laxinn á litla rauða francis túpu í Holunum svokölluðu sem eru mjög ofarlega í ánni.   Þá veiddist annar lax einnig áður en hádegi rann upp og talsvert af bleikju.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert