Laxá í Dölum opnaði í morgun

Frá Laxá í Dölum í morgun.
Frá Laxá í Dölum í morgun. hreggnasi.is

Laxá í Dölum opnaði í morgun og þar fer veiði vel af stað í byrjun eins og hefur verið í nánast öllum veiðiám landsins.

Að sögn Haraldar Eiríkssonar hjá veiðifélaginu Hreggnasa, sem staddur var í Laxá í Kjós, fékk hann upplýsingar um það skömmu áður að 11 löxum hefði verið landað á morgunvaktinni.  Það væri með bestu opnunum í Laxá í fjöldamörg ár.  Laxarnir munu hafa veiðst vítt og breitt um ána og voru allt að 90 cm langir.

Að auki kom fram hjá Haraldi að vel gengi í Laxá í Kjós þó svo leiðinda vestanátt hafi verið síðustu daga sem aðeins hafi dregið úr veiðinni. Smálaxinn væri byrjaður að sjást og virðist hann almennt koma vel úr hafi eins og stórlaxinn.

Prýðisgott vatn væri í ánni og mikil ferð á laxinum upp ána og gengi Laxfoss auðveldlega.  Sem dæmi hafi menn veitt grálúsuga laxa á Ósbreiðu efst í Bugðu uppi við Meðalfellsvatn. Fram kom að lax væri byrjaður að veiðast í vatninu og sagðist Haraldur hafa heyrt af alla vega tveimur á land þar síðustu daga. 

Frá Laxá í Dölum í morgun.
Frá Laxá í Dölum í morgun. hreggnasi.is
Frá Laxá í Dölum í morgun.
Frá Laxá í Dölum í morgun. Hreggnasi.is
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert