Lax genginn á efri svæðin í Fnjóská

Við Skúlaskeið á neðsta svæði Fnjóskár.
Við Skúlaskeið á neðsta svæði Fnjóskár. Olgeir Haraldsson

Fram kemur hjá Stangveiðifélaginu Flúðum, sem annast leigu á Fnjóská, að lax sé byrjaður að veiðast á efri svæðum árinnar.

Fnjóská er vatnsmikil dragá og á neðsta svæðinu við Laufásfossa er laxastigi sem þó er farartálmi þar til áin hefur fallið talsvert í vatni.

Síðustu daga hafa menn séð töluvert af laxi á göngu á fossasvæðinu fyrir neðan stiga skammt ofan við svokallaðan Kolbeinspoll. Áin hefur einnig farið hríðlækkandi dag frá degi og því var aðeins orðið tímaspursmál hvenær vart yrði við fyrstu laxana á efri svæðunum eftir að stiginn var orðinn fær.

Það var svo í gærmorgun að fyrsti laxinn veiddist fyrir ofan stiga og var það 82 cm hrygna sem veiddist í Ferjupolli á svæði 2. Veiðimaðurinn setti í annan lax af svipaðri stærð en missti hann eftir stutta baráttu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert