Lax genginn á efri svæðin í Fnjóská

Við Skúlaskeið á neðsta svæði Fnjóskár.
Við Skúlaskeið á neðsta svæði Fnjóskár. Olgeir Haraldsson

Fram kemur hjá Stangveiðifélaginu Flúðum, sem annast leigu á Fnjóská, að lax sé byrjaður að veiðast á efri svæðum árinnar.

Fnjóská er vatnsmikil dragá og á neðsta svæðinu við Laufásfossa er laxastigi sem þó er farartálmi þar til áin hefur fallið talsvert í vatni.

Síðustu daga hafa menn séð töluvert af laxi á göngu á fossasvæðinu fyrir neðan stiga skammt ofan við svokallaðan Kolbeinspoll. Áin hefur einnig farið hríðlækkandi dag frá degi og því var aðeins orðið tímaspursmál hvenær vart yrði við fyrstu laxana á efri svæðunum eftir að stiginn var orðinn fær.

Það var svo í gærmorgun að fyrsti laxinn veiddist fyrir ofan stiga og var það 82 cm hrygna sem veiddist í Ferjupolli á svæði 2. Veiðimaðurinn setti í annan lax af svipaðri stærð en missti hann eftir stutta baráttu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert