Veiðimálastofnun og Hafrannsóknarstofnun sameinast

Sigurður Guðjónsson forstjóri Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna
Sigurður Guðjónsson forstjóri Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna

Á morgun, 1. júlí, munu Hafrannsóknarstofnun og Veiðimálastofnun renna saman í eina sæng og mun hin nýja stofnun heita Rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna.

Starfsstöðvar hinnar nýju stofnunar verða þær sömu og hjá fyrri stofnunum og póstfang skrifstofu verður Skúlagata 4, 101 Reykjavík. 

Fyrst um sinn verða heimasíður Hafrannsóknastofnunar og Veiðimálastofnunar opnar með þeim margvíslegu upplýsingum sem þar er að finna. Almennar upplýsingar um Hafrannsóknastofnun - rannsókna- og ráðgjafastofnun hafs og vatna má finna á heimasíðu hennar sem opnar 1. júlí hafogvatn.is.

Sigurður Guðjónsson fiskifræðingur og núverandi forstjóri Veiðimálastofnunar verður forstjóri hinnar nýju stofnunar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert