Enn mokveiði í Ytri- og Eystri-Rangá

Frá Ytri-Rangá.
Frá Ytri-Rangá. westranga.is

Ekkert lát er á veiði í laxveiðiánum í Rangárþingi, mun betri veiði en á sama tíma í fyrra, en þær byggja allar á gönguseiðasleppingum.

Veiðin í Ytri-Rangá er mögnuð þessa dagana og komu 155 laxar á land í gær og áin komin í 2.018 laxa. Á sama tíma í fyrra voru komnir rúmlega 500 laxar á land, en þá endaði áin í 8.803 löxum. Ennþá er talsvert mikið af stórum fiski að ganga og allir veiðimenn sem taka þátt í gleðinni yfir sig glaðir og allir þegar lagt inn pöntun fyrir sömu veiðidögum næsta ár.

Þá er líka mjög góð veiði í Eystri-Rangá. Þar veiddust 60 laxar á fimmtudaginn og þá stóð heildarveiðin í 1.442 veiddum löxum. Á sama tíma í fyrra voru um rétt um 200 laxar komnir á land.

Þá kemur fram að átta laxar hafi verið í síðasta holli í Þverá í Fljótshlíð og er heildarveiðin þar 58 laxar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert