Fín veiði í Jöklu

81 cm lax sem landað var í góða veðrinu í …
81 cm lax sem landað var í góða veðrinu í Hvalbak í Jöklu í gær. Snævarr Örn Georgsson

Fram kemur hjá Veiðiþjónustunni Strengjum sem annast leigu á veiðisvæðinu í kringum Jöklu á Jökuldal að þar sé mjög góð veiði og miklu betri en á sama tíma í fyrra.

Þann 16. júlí voru komnir 128 laxar á land en á sama degi í fyrra voru þeir einungis 14, en það var metár á vatnasvæðinu. Greint er frá því að enn þá eru að veiðast lúsugir stórlaxar og aðeins farið að bóla á smálaxi í bland.

Þá mun vatnsmagnið vera minna en í fyrra og áin í algjöru gullvatni þessa dagana. Mjög gott veður hefur verið eystra síðustu daga og í gær fór áin í 14°C og voru menn að fá flottar yfirborðstökur.

Þá kemur fram að aðeins hafi hægt á fyllingu Hálslóns og stefnir í að ágúst verði að mestu laus við yfirfall úr lóninu og áin verði vel veiðanleg fram að því.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert