Ágætt á veiðisvæðum Strengja

Fallegur lax frá Jökulsá á Dal fyrr í sumar.
Fallegur lax frá Jökulsá á Dal fyrr í sumar. Bjarni Bjarkason

Að sögn Þrastar Elliðasonar hjá Veiðifélaginu Strengjum hefur veiði á laxveiðisvæðum félagsins gengið ágætlega það sem af er sumri, þótt meira mætti vera af smálaxi.

Af Jöklusvæðinu sé búið að landa yfir tvö hundruð löxum en á sama tíma fyrir ári var búið að landa þar tæpum 130 löxum og þegar upp var staðið um haustið reyndist þar um metveiði að ræða. Svipuð veiði sé í Hrútafjarðará og í fyrra og er hún að nálgast tvö hundruð laxa.

Úr Breiðdalsá séu komnir rúmir 100 laxar. Þröstur sagði að júlí hefði verið góður og megnið af veiðinni fram að þessu verið fallegur stórlax. Aðeins hefði orðið vart við auknar smálaxagöngur síðustu daga.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert