Netaveiðin í Ölfusá verið góð í sumar

Vitjað um laxanet í Ölfusá.
Vitjað um laxanet í Ölfusá. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Að sögn Atla Gunnarssonar, sem annast netalagnir fyrir landi Selfoss við Ölfusá, hefur veiðin í netin í sumar verið „svakalega“ fín.

<span>Þó hafi dregið aðeins úr laxveiðinni síðustu daga, en þeim mun meira af vænum silungi komið í staðinn. Atli sagði að sumarið núna væri mjög svipað og í fyrra sem var fjarskalega gott veiðisumar. Helsti munurinn væri þó að laxinn núna væri almennt vænni en hann var í fyrra. </span> <span> </span> <span>Sel­foss­bænd­ur eru með tvær lagn­ir, eina neðan við Ölfusár­brúna og aðra við flúðirn­ar skammt fyr­ir neðan Sel­foss­kirkju. Heim­ilt er að leggja net frá klukk­an 10:00 á þriðju­dög­um til klukk­an 22:00 föstu­daga og þarf að vitja um net­in fjór­um sinn­um á dag þann tíma sem þau eru niðri. Tíu daga frí verður á netaveiðinni í ágúst og svo heldur hún áfram eitthvað fram á haustið.</span> <span> </span> <span>Í samtali við Einar H. Haraldsson á Urriðafossi, sem annast netalagnir neðan við fossinn, kom fram að júlí hefði verið mjög lélegur og lítið af eins árs fiski. Hins vegar hefði júní verið með besta móti og mikið af stórum vænum laxi. Einar sagði að veiðin í ár væri talsvert ólík því sem var í fyrra; þá var léleg veiði framan af í stærri fiskinum en svo varð júlí mjög góður og góðar heimtur á eins árs laxi. Í sumar hefur þetta snúist við og kvaðst Einar hafa netin niðri eins og reglur leyfðu þar til dregið hefði úr göngum síðsumars.</span> <span> </span> <span>Samkvæmt tölum frá Veiðimálastofnun veiddust 1.259 laxar í netin í allri Ölfusá árið 2015 og 3.889 í Þjórsá.</span>
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert