Rólegt í Fáskrúð og Andakílsá

Frá Neðri Stapakvörn í Fáskrúð.
Frá Neðri Stapakvörn í Fáskrúð. svfa.is

Samkvæmt fréttum frá Stangveiðifélagi Akraness þá er róleg veiði í Fáskrúð í Dölum, en félagið skiptir með sér veiðidögum þar á móti Stangveiðifélagi Reykjavíkur.

Fram kemur að á hádegi þann 11. ágúst var Fáskrúð komin í 62 laxa. Best virðist ganga á efri svæði árinnar frá Viðbjóð og upp í Katlafossa.  Á neðri hluta árinnar hefur Hellufljótið helst verið að gefa, en lítið er að frétta af öðrum veiðistöðum því vatnsleysi hefur hjárð ána það sem af er sumri og margir veiðistaðir úti vegna þess. Í fyrra veiddust 265 laxar í ánni sem er rétt yfir meðalveiði síðustu árin, en met­veiði var í ánni árið 2010 þegar að 523 lax­ar veidd­ust.

Svipað er upp á teningnum í Andakílsá, þar sem félögin skipta einnig með sér veiðidögum, og þar sem veiði hefur verið mjög róleg í sumar. Á hádegi í dag voru 76 laxar komnir í bók og var ekki að sjá að veiði hefði eitthvað aukist þrátt fyrir rigningu síðustu daga. Síðastliðið sumar veiddust 379  laxar í ánni og nokkuð útséð að áin nái ekki þeirri tölu í ár. Meðalveiði í ánni síðustu ár hefur verið um 200 laxar, en metveiði var árið 2008 þegar 839 laxar veiddust

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert