Drottningar á ferð í Aðaldal

Ólöf Nordal ásamt Dóru dóttur sinni.
Ólöf Nordal ásamt Dóru dóttur sinni. Orri Vigfússon

Orri Vigfússon er formaður Laxárfélagsins sem hefur um áratuga skeið annast leigu á Laxamýrarsvæðinu í Laxá í Aðaldal.  Sendi Orri eftirfarandi pistil og myndir um tvær drottningar sem voru á ferð þar fyrir stuttu.

Eitt gjöfulasta og dýrmætasta laxveiðisvæði veraldar er án efa Æðarfossar í landi Laxamýrar í Aðaldal og áin oft nefnt  drottning íslenska laxveiðiáa. Þar fer allt saman, einstök náttúra, góð veiði og fagurt mannlíf.  Mörgum finnist það forréttindi að fá að veiða á þessu svæði og þá ekki síst með því að eiga aðild að Laxárfélaginu, sem hefur skipulagt þessar veiðar í 76 ár.

Í vikunni voru tvær drottningar félagsins að renna fyrir lax og myndirnar sýna Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Dóru dóttur hennar sem fylgist með móður sinni sveifla stönginni í hvíld frá daglegum erli stjórnsýslunnar. Myndin er tekin þegar þær mæðgur voru að veiðum í Bjargstreng en í baksýn má sjá beljandann í Stórafossi en ljóðrænn dynur fossins sem líkja má við hljómkviðu eftir Mozart sést ekki á mynd! 

Eins og myndirnar sýna fylgdist Dóra með hverri hreyfingu og einbeitni Ólafar við veiðarnar, hvatti hana og veitti góð ráð, lifði sig inn í augnablikið.  Allt í kring er gróðurinn og iðandi fuglalífið sem gerir náttúruna svo sérstaka í og við Laxá. 

Enskur ritstjóri hjá Beaverbrook pressunni sem veiddi við Æðarfoss fyrir nokkrum árum sagði: "This must be the best place in the world to catch a salmon."  Þetta hlýtur að vera besti veiðistaðurinn í víðri veröld! Það eru orð að sönnu. Laxá og Mývatn eru einstakar perlur sem verður að vernda og þá mega menn ekki vera nærsýnir á pyngjuna. Hér voru æskuslóðir Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Var það ekki hann sem sagði að fjarlægðin gerði fjöllin blá og mennina mikla?

Ólöf glímir við lax í Bjargstreng.
Ólöf glímir við lax í Bjargstreng. Orri Vigfússon
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert