Lifnar aðeins yfir Þverá og Kjarrá

Aðalsteinn Pétursson með lúsuga 94 cm. hrygnu sem hann veiddi …
Aðalsteinn Pétursson með lúsuga 94 cm. hrygnu sem hann veiddi í Skiptafljóti í morgun á litla svarta Francis. Ingvar

Að sögn Ingólfs Ásgeirssonar, eins af leigutökum Þverár og Kjarrár í Borgarfirði, hefur veiðin tekið kipp í ánni síðustu daga eftir nokkra langþráða rigningardaga.  

Hópur veiðimanna sem lauk veiðum í Kjarrá á hádegi í dag landaði rúmlega 40 löxum eftir þriggja daga veiði á stangirnar sjö. Áin hljóp í flóð eftir mikla rigningu og það virðist hafa hreyft mikið við laxinum og urðu til dæmis Gilsbakkaeyrar sjóðheitar í kjölfarið.

Í Þverá væri nú holl sem búið var að veiða í einn dag í hádeginu og var þá þegar komið með 20 laxa. Hafa menn þar verið að fá lúsuga og gamla fiska í bland.  Í morgun veiddust til að mynda tveir lúsugir laxar og var annar þeirra 94 cm hrygna sem Aðalsteinn Pétursson veiddi í Skiptafljóti á svæði 7 sem er ofarlega í Þverá, ekki langt frá skiptingunni við Kjarrá.

Ingólfur sagði að áin væri nú að nálgast 1600 laxa og ef veiði héldi áfram með þessum hætti, þær þrjár vikur sem eftir væru af veiðitímanum, þá væri alls ekki útilokað að heildarveiðin yrði nálægt 2000 laxar. Það yrði ekki langt frá meðalveiði síðustu ára og velviðunandi þar sem miklir þurrkar hafa strik í reikninginn varðandi veiðina í sumar og þá sérstaklega í Kjarrá.

Þá væri gleðilegt að talsvert væri enn af laxi að ganga sem hreyfði þá við þeim fiskum sem fyrir væru. Mikið væri af vænum laxi að veiðast og laxar 80 cm og stærri kæmu á land á hverri vakt.

Varðandi veiðina í Straumunum, í ármótum Norðurár og Hvítár, hafi gengið ágætlega í sumar og um 250 laxar skráðir í bók á stangirnar tvær. Hópur veiðimanna sem lauk tveggja daga veiðum þar í gær fengu átta laxa og 13 væna sjóbirtinga sem væri mjög góð veiði þegar komið væri fram yfir miðjan ágúst.  Þetta hafi verið nýlegir og gamlir laxar í bland.  Varðandi Brennuna, ármót Þverár og Hvítaár, þá væru í kringum 200 laxar komnir á land sem væri rétt í meðallagi.

80 cm hrygna sem kom úr Álftastreng af Gilsbakkaeyrum í …
80 cm hrygna sem kom úr Álftastreng af Gilsbakkaeyrum í morgun. Hallgrímur H. Gunnarsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert