Ágætt í Laxá í Refasveit

97 cm hængur úr Laxá í Refasveit sem veiddist við …
97 cm hængur úr Laxá í Refasveit sem veiddist við Lyngeyri neðan við Balaskarð í síðustu viku Atli Þór Gunnarsson

Að sögn Atla Þórs Gunnarssonar, bónda á Mánaskál í Laxárdal í Refasveit, hefur veiðin í Laxá verið með ágætum þar í sumar.

Það kom mikið af stórlaxi í ár og var hann heldur snemma á ferðinni. Veiðin hefur verið ágæt í allt sumar og eru um 200 laxar komnir á land, en rúmlega 500 laxar veiddust þar í fyrra. Talsvert mikið er af stórlaxi í ánni og töluvert af 80 til 84 cm fiskum í afla veiðimanna, en þeir stærstu það sem af er sumeri eru 101 og 97 cm.  

Að sögn Atla sýndu seiðatalningar þetta árið að allir árgangar eru í góðu standi enda hefur vorið og sumarið í ár verið einstaklega hlýtt.  Atli kvaðst hafa trú á góðu smálaxaári árið 2017 og byggði það á niðurstöðu þessarar seiðamælingar.

Þá kom fram hjá Atla að mjög þurrt hefði verið í sumar og hefði rigningu vantað lengi og því væri áin sérstaklega vatnslítil.  Hún ætti þó upptök sín þar sem væru miklar mýrar sem hefur reynst góð náttúruleg vatnsmiðlun í gegnum tíðina en allt ætti þó sín takmörk.  L

<span>ax um alla á, allt frá ósi og langt inn eftir dal.</span>

Það hefði því verið áberandi hvað fiskurinn stoppaði lengi þetta árið í Göngumannahyl sem væri væri stór og flottur veiðistaður og kvaðst Atli hafa talið þar allt að 60 laxa og þar af nokkra stóra kafbáta.  

Atli sagði að lögð væri á það áhersla að sleppa stórlaxi og hrygnum yfir 70 cm því eigendur árinnar vildu endilega viðhalda stórlaxageninu sem þeir væru svo lukkulegir að hafa í stofni laxanna í þessari fallegu á.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert