Góð veiði í Norðlingafljóti

Spænskir veiðimenn með góða veiði úr Norðlingafljóti.
Spænskir veiðimenn með góða veiði úr Norðlingafljóti. nordlingafljot.com/

Að sögn Jóhannesar Sigmarssonar, sem annast leigu á Norðlingafljóti í Hvítársíðu, hefur verið ágæt veiði frá því áin var opnuð undir lok júlí.

Nógur lax er í ánni þó að hann sé orðinn frekar tregur til að taka. Eitthvað gengur enn af laxi í Hafnará þaðan sem hann er svo fluttur upp í Norðlingafljót. 

Komnir eru rúmlega 500 laxar í veiðibókina sem þýðir að enn eru yfir 400 óveiddir. Sagði Jóhannes að spænskir veiðimenn hefðu mikið verið við veiðar í ánni í sumar og hefðu þeir veitt vel. Dagana 17. til 19. ágúst voru samt íslenskir veiðimenn og höfðu þeir 58 laxa á fimm stangir.

Laxinn er vel dreifður upp um alla á og er óvenjumikið af stórum laxi í ánni. Veiðin í sumar er í heild búin að vera mjög góð og mikið um vænan tveggja ára lax í afla veiðimanna.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert