Stærsti lax sumarsins á land í Aðaldal

Laxinn stóri við Breiðeyri fyrr í dag.
Laxinn stóri við Breiðeyri fyrr í dag. Vigfús Jónsson

Síðdegis í dag veiddist stærsti lax það sem af er sumrinu á svæði Laxárfélagsins í Laxá í Aðaldal, á svokallaðri Breiðeyri fyrir landi Jarlsstaða og Hjarðar­haga.

Veiðimaðurinn var rússneskur og heitir Stanislav Danelyan og náði að landa laxinum undir styrkri handleiðslu feðganna Jóns Helga Vigfússonar og Vigfúsar Jónssonar á Laxamýri. Reyndist laxinn 112 cm langur þegar honum var loks landað eftri mikla baráttu, en laxinn tók fluguna Hairy Mary Gray númer 6.

Á kvarða hinnar gömlu Veiðimálastofnunar yfir lengd laxa er hægt að áætla þyngd þeirra út frá lengdinni og væri þessi lax á þeim kvarða 13,8 kíló eða nálægt 28 pundum.

Breiðeyri er fallegur veiðistaður neðan við eyjuna Ófærusker þar sem allbreið vík sker sig inn í vesturbakkann.  Þarna eru nokkrar fallegar og fjölskrúðugar eyjar og undanfarin ár hefur verið jöfn og góð veiði í ágúst og september á þessum veiðisvæðum, sérstaklega á Breiðeyri.

Mikið hefur verið um stórlax á veiðisvæðum Laxárfélagsins í sumar og hefur verið algengt að fá 20 til 25 punda laxa að sögn Orra Vigfússonar hjá félaginu.

Áður höfðu tveir 108 cm laxar komið á land, annar sem Eric Clapton veiddi í Vatnsdalsá í byrjun ágúst og hinn veiddi enskur veiðimaður á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal undir lok júlí.

Vigfús Jónsson
Jón Helgi Vigfússon með laxinn stóra.
Jón Helgi Vigfússon með laxinn stóra. Vigfús Jónsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert