Mokveiði í Dölunum

Stórlax úr Laxá í Dölum fyrir fáum dögum.
Stórlax úr Laxá í Dölum fyrir fáum dögum. hreggnasi.is

Fréttir berast af mokveiði þessa daganna úr Laxá í Dölum í kjölfarið á lægðagangi og rigningu, en slíkt er nokkuð hefðbundið á þeim slóðum þegar komið er fram á haustið.

Fram kemur hjá Veiðifélaginu Hreggnasa sem annast leigu á ánni að það nú sé „hrikaleg veiði“ í Laxá í Dölum. Síðustu sex daga hefur 257 löxum verið landað á stangirnar sex. Hópur veiðimanna sem lauk þriggja daga veiðum í gær landaði fékk 129 laxa og gerði þar með aðeins betur en hollið á undan sem landaði 128 löxum.

Þetta gerir meðalveiði upp á rúmlega sjö laxa á hverja dagstöng. Heildarveiði nálgast 1500 laxa og til að gleðja veiðimennina enn frekar þá mun vera mikið af stórlaxi í afla þeirra. 

Svipað hefur verið upp á teningnum í næsta nágrenni í Haukadalsá þar sem veiði hefur verið jöfn og góð í allt sumar.  Þar er veitt á fimm stangir og nýlega lauk tveggja daga holl veiðum með 56 laxa og þar af var einn 100 cm lax. Veiði lauk þar nú um síðastliðna helgi, en heildarveiði fyrir sumarið liggur ekki fyrir.  Síðast þegar fréttist var hún nálægt 1100 löxum sem ein besta heildarveiði í sögu árinnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert