Stóra-Laxá vöknuð til lífsins

Erlendur veiðimaður með stórlax úr Kálfhagahyl úr Stóru-Laxá.
Erlendur veiðimaður með stórlax úr Kálfhagahyl úr Stóru-Laxá. lax-a.is

Samkvæmt upplýsingum frá Árna Baldurssyni hjá Lax-á þá virðist sem Stóra-Laxá í Hreppum sé komin í hefðbundið haustskap og nú er þar mikil veiði.

Fram kom að búið sé að landa 60 löxum á einum degi, frá hádegi í gær og fram að hádegi í dag.  Hafi 40 af þessum löxum verið landað á svæði I og II þar sem veitt er á fjórar stangir.  Hinir 20 hafi dreifst á milli svæða III og IV.  Fram kemur jafnframt að margir stórir laxar hafi komið á land. Veitt er út september.

Síðast þegar fréttist um miðjan september voru tæpir 400 laxar komnir af öllum svæðnum. Fram að þessu hafði veiðin á neðri svæðunum í Stóru Laxá verið fremur róleg í sumar eftir bestu opnun í manna minnum.  

Efsta svæðið, svæði IV, hefur þó verið óvenjugott í sumar og síðast þegar fréttist þaðan var skrá í bók 149 laxa og sá stærsti 102 cm hængur sem landað var mjög ofarlega á svæðinu, í ármótum Stóru-Laxár og Skillandsár.  

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert