Skotveiðimenn mótmæla

.
. Jón Sigurðarson

Þann 17. ágúst síðastliðinn vakti stjórn svokallaðrar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar athygli á að skotveiði fugla á Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Lambatungum hefur verið leigð til fyrirtækisins Salmon Fishing Iceland. 

Fram kemur í Húnahorninu að nú hefur svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælt þessari ákvörðun um að leigja út Lambatungur þar sem sannanlega sé um þjóðlendu að ræða samkvæmt úrskurði Þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í sérstakri tilkynningu frá svæðisráðinu og er það er mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki varðandi fuglaveiðar.

Þá kemur fram að mótmæli hafi verið send með formlegum hætti til stjórnar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar og gert sé ráð fyrir að hún endurskoði afstöðu sína.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert