Skotveiðimenn mótmæla

.
. Jón Sigurðarson

Þann 17. ágúst síðastliðinn vakti stjórn svokallaðrar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar athygli á að skotveiði fugla á Grímstunguheiði, Haukagilsheiði og Lambatungum hefur verið leigð til fyrirtækisins Salmon Fishing Iceland. 

Fram kemur í Húnahorninu að nú hefur svæðisráð skotveiðimanna á Norðvesturlandi mótmælt þessari ákvörðun um að leigja út Lambatungur þar sem sannanlega sé um þjóðlendu að ræða samkvæmt úrskurði Þjóðlendunefndar. Þetta kemur fram í sérstakri tilkynningu frá svæðisráðinu og er það er mat ráðsins að sjálfseignarstofnunin hafi eingöngu ákvörðunarvald um beitarrétt á svæðinu en ekki varðandi fuglaveiðar.

Þá kemur fram að mótmæli hafi verið send með formlegum hætti til stjórnar Sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiðar og gert sé ráð fyrir að hún endurskoði afstöðu sína.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert