Laxveiði fer senn að ljúka

Þrjár kynslóðir veiðimanna við Eystri Rangá þann 20. September með …
Þrjár kynslóðir veiðimanna við Eystri Rangá þann 20. September með sinn stórlaxinn hver. Feðgarnir Friðrik Guðmundsson til hægri, Guðmundur Friðriksson í miðju og Eyþór Guðmundsson sá yngsti lengst til vinstri. Friðrik Guðmundsson

Landssamband veiðifélaga birti vikurlegar veiðitölur um laxveiði á landinu seint í gærkvöldi á vef félagsins í gærkvöldi og nær samantekt fyrir vikuna 21.til 28. september.  Nú hafa flestar laxveiðiárnar lokað og lokatölur liggja fyrir í nokkrum þeirra. Veitt verður í hafbeitaránum í Rangárvallasýslu fram í október og í nokkrum öðrum er enn veitt í klak.

Tólf laxveiðiár náðu því markmiði að fara yfir 1000 laxa. Varðandi listann yfir efstu árnar þá er líkt og áður Ytri-Rangá langefst á listanum með tæplega 8.722 laxar. Miðfjarðará í Húnaþingi í næsta sæti fyrir neðan er með heildarveiði upp 4.338 laxa, en þar lauk veiði í vikunni og veiddust þar síðustu daganna 143 laxar. 

Tólf efstu veiðiárnar samkvæmt nýjustu vikutölunum eru þessar:

  1. Ytri-Rangá               8.722 laxar (vikuveiði 343)
  2. Miðfjarðará              4.338 laxar (veiði lokið og staðfest lokatala)
  3. Eystri-Rangá            3.197 laxar (vikuveiði 48)
  4. Blanda                     2.386 laxar (veiði lokið og staðfest lokatala)
  5. Þverá/Kjarrá             1.902 laxar (veiði lokið og staðfest lokatala)
  6. Laxá í Dölum            1.621 laxar (vikuveiði 190)
  7. Langá                      1.433 laxar (vikuveiði 121)
  8. Haffjarðará              1.305 laxar (veiði lokið og staðfest lokatala)
  9. Norðurá                   1.297 laxar (lokatölur liggja ekki fyrir)
  10. Laxá í Aðaldal           1.207 laxar (lokatölur liggja ekki fyrir)
  11. Haukadalsá               1.056 laxar (lokatölur liggja ekki fyrir)
  12. Víðidalsá                  1.053 laxar (lokatölur liggja ekki fyrir)

Nánar má kynna sér þessar upplýsinga hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert