„Grípið stangirnar og veiðið“

Regnbogasilungur.
Regnbogasilungur. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Danskir sportveiðimenn eru að reyna að koma í veg fyrir stórslys eftir að 80 þúsund regnbogasilungar sluppu í Litlabeltið, úti fyrir strönd Assens. „Allir sportveiðimenn ættu að fara þangað með veiðistangir sínar og byrja að veiða,“ segir Søren Knabe, formaður Veiðifélags Fjóns.

TV2

Umhverfisverndarsinnar hvetja Dani til þess að „grípa stangirnar og veiða,“ eftir slysið á mánudag þegar flutningaskip sem sigldi yfir Eystrasalt frá rússnesku borginni Kaliningrad til Kolding reif fiskeldiskví skammt fyrir utan strönd Assens, sem er 124 mílur vestur af Kaupmannahöfn.

Yfirvöld óttast að eldisfiskurinn, sem var tilbúinn til slátrunar, muni hafa víðtæk áhrif á stofn villta sjóbirtingsins á þessum slóðum. Verðmat fisksins sem slapp er um 10 milljónir danskra króna, sem svarar til 170 milljóna íslenskra króna.

TV2

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert