Urriðadans á Þingvöllum

Jóhannes með einn risavaxinn Þingvallarurriða.
Jóhannes með einn risavaxinn Þingvallarurriða. laxfiskar.is

Fram kemur á vef Þjóðgarðsins á Þingvöllum að næsta laugardag verði hinn árlegi urriðadans stiginn við Öxará þegar Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann sem um þetta leyti árs gengur upp í ána til hrygningar.

Jóhannes hefur stundað rannsóknir á urriðunum í vatninu um árabil og er enginn eins fróður um lífshætti þeirra og hann.

Kynningin hefst klukkan  klukkan 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár og hefst gönguferðin við bílastæðið þar sem Hótel Valhöll stóð. Síðan verður gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.

Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert