Samantekt á veiðinni á Jöklusvæðinu

Fallegur smálax úr Fossárgrjótum í Jöklu þann 21. ágúst í …
Fallegur smálax úr Fossárgrjótum í Jöklu þann 21. ágúst í sumar. jokla.org

Veiðiþjónustan Strengir hefur tekið saman veiðitölur fyrir veiðisvæði félagsins við Jökulsá á Dal í sumar, en veiðisvæðin hafa verið í uppbyggingarferli frá árinu 2006.

Jökulsá sjálf gaf 372 laxa, sem er næstbesta veiði frá því að skipulögð veiði byrjaði þar árið 2007. Metveiði var árið 2015 þegar 605 laxar veiddust, en þá fór Jökla ekki á yfirfall úr Hálslóni fyrr en eftir að veiði lauk í lok september.

Í sumar sem leið fór áin á yfirfall 22. ágúst og urðu veiðidagar því 53 þetta árið fyrir yfirfall, en lítið veiðist eftir að hleypur úr lóninu og treysta menn þá frekar á hliðarárnar. Veiðin dreifðist á mun fleiri veiðistaði í sumar en síðustu ár og veiddist lax allt upp að ármótum við Tregagilsár á Efri-Jökuldal. Hólaflúðin var eins og oft áður gjöfulust með 86 laxa og á eftir henni komu Klapparhylur og Fossárgrjót með 45 laxa hvor.

Fram kemur að mjög áhugavert sé að sjá aukna veiði í Klapparhyl og Fossárgrjótum og veiðistöðum þar í kring.  Sleppingar á laxaseiðum byrjuðu þar fyrst árið 2006 og sögðu fiskifræðingar þá að Jökulsá væri óskrifað blað hvað laxveiði varðaði, en nú telja þeir sem til þekkja að fjölgun náttúrulegra laxa sé greinilega hafin í kjölfar náttúrlegrar hrygningar í ánni.

Í Kaldá veiddust 82 laxar í sumar, sem er nokkuð góð veiði eftir nokkur mögur ár. Í Laxá veiddust hins vegar aðeins 30 laxar, en hún varð mjög vatnslítil í þurrkunum þar í sumar og hékk laxinn að mestu í Jöklu sjálfri og beið langt fram á haustið með að fara upp í Laxá til að hrygna.

Fögruhlíðará gaf hins vegar 100 laxa, sem er metveiði þar. Var veiðin dreifð um alla ána og kom nýr veiðistaður, Geitárhylur, mjög sterkur inn með samtals 19 laxa. Sagt er frá því að á svæðinu frá svonefndum Háabakka og niður fyrir Langatanga hafi verið nóg af laxi allt sumarið.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert