Aðalfundur Landssambands stangveiðifélaga

Frá Hítará á Mýrum.
Frá Hítará á Mýrum. LSS

Aðalfundur Landssambands stangveiðifélag var haldinn þann 17. október síðastliðinn í Árósum, félagsheimili Ármanna. 

Níu stangveiðifélög víða um land eiga aðild að þessu landssambandi, en í yfirlitsskýrslu stjórnar kom meðal annars fram að ellefu stjórnarfundir hafi verið haldnir á starfsárinu. Stjórnin hafi fundað meðal annars með Orra Vigfússyni, Sigurði Guðjónssyni fyrrverandi Veiðimálastjóra, auk fulltrúum frá Landssambandi fiskeldistöðva. 

Stjórn Landssambandsins samþykkti á árinu að skrifa undir vilja yfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu og þá var félagið einnig einn af stofnendum verndarfélags Svartár og Suðurár í Bárðardal. Miklar breytingar voru á skipun stjórnar og gaf formaður félagsins, Viktor Guðmundsson, ekki kost á sér til áframhaldandi setu, ásamt fimm öðrum stjórnarmönnum. 

Nýkjörinn formaður Landsambandsins er Ólafur Finnbogason frá Stangveiðifélagi Reykjavíkur, en aðrir meðstjórnendur eru eftirfarandi:

Steingrímur Guðmundsson, Stangveiðifélag Selfoss

Sigurjón Valgeir Hafsteinsson, Stangveiðifélag Selfoss

Karl Magnús Gunnarsson, Stangveiðifélag Reykjavíkur

Finnur Traustason, Stangveiðifélag Akranes

Eiríkur Stefánsson, Ármenn

Gísli Sigurðsson, Ármenn

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert