Veiðikortið að verða klárt

Frá Berufjarðarvatni á Barðaströnd.
Frá Berufjarðarvatni á Barðaströnd. veidikortid.is

Fram kemur á vef Veiðikortsins að þessa dagana sé verið sé að leggja lokahönd á útgáfu þess sem gildir fyrir næsta sumar.  Verður þetta þrettánda sumarið sem boðið verður upp á þennan veiðimöguleika.

Helstu breytingar verða þær að veiðileyfi í Meðalfellsvatni í Kjós mun ekki lengur vera inni í kortinu fyrir næstkomandi sumar, en hins vegar kemur Berufjarðarvatn á Barðaströnd nýtt inn. Um er að ræða lítið vatn sem er einungis 0,15 km² að stærð þar sem aðallega veiðist urriði sem er frá 1 til 3 pund, en stærri fiskar allt að 10 pund hafa komið þar á land. Vatnið er skammt frá Hótel Bjarkalundi og hægt að aka að því frá hótelinu.

Ekki er útlit fyrir því að aðrar breytingar verði á döfinni fyrir næsta sumar og því munu handhafar Veiðikortsins geta veitt í 35 stöðuvötnum vítt og breitt um landið og verður verð kortsins óbreytt á milli ára.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert